Skíðaskálinn Hengill

Skíðaskálinn Hengill

Hengill er til útleigu allt árið um kring fyrir félagssamtök, vinnuhópa, skóla og alla aðra sem áhuga hafa. Skálinn sem er nýr og stórglæsilegur, byggður árið 2009, er í  eigu skíðadeilda ÍR og Víkings (sjá myndir hér að neðan).

Hann rúmar í allt 90 manns í svefnpokagistingu í fjórum herbergjum og þar er mjög  góð eldunaraðstaða og tveir góðir matsalir sem hægt er að opna á milli. Einnig eru tvö leiðsögumannaherbergi sem rúma tvo hvort um sig.

Skálinn er í um 25 km fjarlægð frá miðbæ Reykjavíkur og er aðgengi að skálanum gott, malbikaður tvíbreiður vegur og góð bílastæði alveg við skálann. Í skálanum eru átta salerni, þar af tvö með aðstöðu fyrir sturtu. Tvö salernin eru sérhönnuð fyrir fatlaða.

Við miðjuskálans er mjög skemmtilegt glerhýsi sem hægt er að opna nær alveg út til suðausturs, mjög flott rými þegar gott er í veðri.Skálinn hentar vel fyrir hópa sem eru að leita af aðstöðu (base) til að hafa nálægt Reykjavík.  Mikið er af skemmtilegum gönguleiðumí kringum skálann og Þríhnjúkahellir er rétt hjá.

Í skálanum er internet tenging í gegnum 3G, fjórir flatskjáir sem staðsettir eru í setustofum fyrir framan herbergi eða inn af matsal.

Upplýsingar um útleigu í símum 5877080 ÍR og 5813245 Víkingur eða  skalanefnd@gmail.com

Staðsetning: +63° 58′ 50.88″, -21° 39′ 3.97

For more information call +354 5877080 or +354 5813245 – you can also ping us an email using skalanefnd@gmail.com


Pictures:

Skíðaskálinn Hengillpic02

Skíðaskálinn Hengill

The lodge was built in 2009.

Skíðaskálinn Hengill

Great kitchen facilities (with extra storage, such as coolers/freezers in the cellar).

Skíðaskálinn Hengill

There are four nice “corners“ with leather sofas, LCD TVs and DVD players.

Skíðaskálinn Hengill

The Lodge offers four spacious sleeping quarters for upto 90 people in total

Skíðaskálinn Hengill

Very nice facilities than can be opened up on warm days

Skíðaskálinn Hengill

Picture showing the ground floor